Ferill 1019. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1484  —  1019. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um styrki til félagasamtaka.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hversu háa fjárhæð greiddi ráðuneytið og hver undirstofnun þess frjálsum félagasamtökum árin 2020–2023? Svar óskast sundurliðað eftir félagasamtökum og því hvort fjárhæðin var styrkveiting, kaup á þjónustu, félagsgjöld eða annað og með skýringum um hvað felst í liðnum annað auk upplýsinga um hversu hátt hlutfall hver liður er af heildargreiðslu til félagasamtakanna.
     2.      Eru í gildi hjá ráðuneytinu reglur um úthlutanir styrkja til félagasamtaka?
     3.      Fer fram mat á árangri af styrkveitingunum?


Skriflegt svar óskast.